Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:01 Sífellt fleiri dýrar eignir seljast á yfirverði. Heimild/Landsbankinn Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. Fasteignamarkaðurinn ber ýmis merki þess að vera mjög fjörugur um þessar mundir. Til að mynda var meðalsölutími á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sextíu dagar í upphafi síðasta árs. Undir lok ársins hafði tíminn styst um tvær vikur og fasteingir seldust þá að meðaltali á 46 dögum. Íbúðir hafa raunar aldrei selst jafn hratt og kaupsamningum fjölgar. Síðasta ár er það umsvifamesta á fasteignamarkaði frá 2007 og Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir nokkrar vísbendingar gefa til kynna að að fasteignaverð muni hækka á næstunni. „Til að mynda þetta hlutfall sem er að seljast yfir ásettu verði, sem hefur aukist undanfarið,“ segir Una. Undir lok síðasta árs seldust um 22 prósent íbúða yfir ásettu verði, samanborið við átta prósent árið áður. Mest er yfirboðið í dýrari eignir. Þrjátíu prósent fasteigna sem kostuðu yfir 75 milljónir seldust yfir ásettu verði undir lok árs, en einungis ellefu prósent íbúða sem kostuðu undir 35 milljónum. „Þessi kreppa sem við erum núna að fara í gegnum kemur svolítið misjafnlega við fólk eftir tekjuhópum,“ segir Una. Of lítið framboð gæti verið af stærri sérbýlum eftir mikla uppbyggingu á íbúðum í fjölbýlum. Lágir vextir gera húsnæðiskaupin einnig hagstæðari en Una bendir á að sumir hafi þó líka einfaldlega meira á milli handanna en áður, meðal annars vegna samkomutakmarkana. „Tækifæri til neyslu eru að einhverju leyti af skornum skammti. Það hefur gert það að verkum að fólk hefur haft svigrúm til að fara út í fasteignakaup og þá kannski stærri og dýrari eignir en oft áður.“ Húsnæðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn ber ýmis merki þess að vera mjög fjörugur um þessar mundir. Til að mynda var meðalsölutími á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sextíu dagar í upphafi síðasta árs. Undir lok ársins hafði tíminn styst um tvær vikur og fasteingir seldust þá að meðaltali á 46 dögum. Íbúðir hafa raunar aldrei selst jafn hratt og kaupsamningum fjölgar. Síðasta ár er það umsvifamesta á fasteignamarkaði frá 2007 og Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir nokkrar vísbendingar gefa til kynna að að fasteignaverð muni hækka á næstunni. „Til að mynda þetta hlutfall sem er að seljast yfir ásettu verði, sem hefur aukist undanfarið,“ segir Una. Undir lok síðasta árs seldust um 22 prósent íbúða yfir ásettu verði, samanborið við átta prósent árið áður. Mest er yfirboðið í dýrari eignir. Þrjátíu prósent fasteigna sem kostuðu yfir 75 milljónir seldust yfir ásettu verði undir lok árs, en einungis ellefu prósent íbúða sem kostuðu undir 35 milljónum. „Þessi kreppa sem við erum núna að fara í gegnum kemur svolítið misjafnlega við fólk eftir tekjuhópum,“ segir Una. Of lítið framboð gæti verið af stærri sérbýlum eftir mikla uppbyggingu á íbúðum í fjölbýlum. Lágir vextir gera húsnæðiskaupin einnig hagstæðari en Una bendir á að sumir hafi þó líka einfaldlega meira á milli handanna en áður, meðal annars vegna samkomutakmarkana. „Tækifæri til neyslu eru að einhverju leyti af skornum skammti. Það hefur gert það að verkum að fólk hefur haft svigrúm til að fara út í fasteignakaup og þá kannski stærri og dýrari eignir en oft áður.“
Húsnæðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira