Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2021 21:56 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland. Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland: Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland:
Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23