Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2021 07:00 Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu. Vísir/Vilhelm „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. Spurt var: „Ef þú ættir að gefa drauma-sjálfbæra-samfélaginu 10 í einkunn, hvaða einkunn fær Ísland í dag og hvað þarf að gerast á næstu 10 árum til að það fái 10 í einkunn?“ Könnunin var gerð í tilefni þess að á þessu ári fagnar Festa tíu ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni verður Janúarráðstefna Festu sérstaklega vegleg en ráðstefnan hefst klukkan 9 á fimmtudagsmorgun og verður streymt á Vísi. Í þessari viku mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stöðu íslensks atvinnulífs með tilliti til sjálfbærni. Í dag er farið yfir það hvað hefur breyst á þeim tíu árum sem Festa hefur starfað á Íslandi. Á morgun verður streymt frá Janúarráðstefnu Festu á Vísi en hún ber yfirskriftina „The Great Reset“ eða Nýtt upphaf. Á föstudag mun sérfræðingur Deloitte fara yfir það athyglisverðasta úr niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar. „Sýnin á það hvernig þetta drauma-sjálfbæra-Ísland á að líta út og hvað þarf til, var nokkuð skýr í niðurstöðum könnunarinnar. Við munum segja frá þessari sýn á ráðstefnunni okkar, meðal annars hverjir „lyklarnir þrír“ sem greiða leiðina fyrir okkur að því að skapa slíkt samfélag hér á Íslandi, samkvæmt svörunum,“ segir Hrund. Ábyrg fjárfesting þótti vera „bóla“ Hrund segir að þótt einkunn Íslands hafi ekki mælst nema 5,5 í fyrrgreindri könnun, hafi margt breyst á síðustu tíu árum. Aukin sjálfbærni, tækniþróun og alþjóðlegar áskoranir hafi verið miklar. „Þegar Festa var stofnuð var megin verkefnið að sannfæra fyrirtæki og fjárfesta um virði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni í rekstri og almennt að fræða atvinnulífið og almenning um hvað þessi hugtök fela í sér. Að útskýra að samfélagsábyrgð fjallaði ekki bara um að láta gott af sér leiða í gegnum góðgerðarstarf og styrki. Að samfélagsábyrgð og sjálfbærni fjallaði ekki um það hvernig fyrirtæki eyða peningum, heldur hvernig þau skapa verðmæti, ekki bara fyrir hluthafa heldur líka starfsfólk, frá framleiðslu vöru til sölu, nærsamfélag og náttúru. Skilningur á þessu hefur gjörbreyst,“ segir Hrund sem segir fólk almennt meta það svo að mest hafi breytingin verið á síðastliðnum fimm árum eða svo. Þá tekur hún dæmi um hversu mikið fjármálaheimurinn hefur breyst. Fyrir tíu árum leit „íslenskt fjármálaumhverfi á ábyrgar fjárfestingar sem einhverja bólu erlendis frá“ eins og einn viðmælandi í könnuninni komast að orði. Þetta hefur þó breyst,“ segir Hrund og bætir við: „Því þrátt fyrir hremmingar síðasta árs, var „árið 2020 ár sjálfbærra fjárfestingasjóða“ eins og Sasja Beslik, einn ræðumanna á Janúarráðstefnunni og margverðlaunaður fjárfestir kemst að orði.“ Hrund segir að í þessum orðum Beslik felist sú merking að árið 2020 hafi sjálfbærar fjárfestingar stimplað sig inn sem betri og arðbærari fjárfestingakostur en hefðbundnir sjóðir. „Þetta eru stór og mikilvæg tíðindi. Þau þýða að þau rök að fjárfestingar í sjálfbærum kostum beri ekki sama arð og aðrar fjárfestingar, halda ekki vatni.“ Meðal þeirra sem fram koma á Janúrráðstefnu Festu er eftirfarandi umræðuhópur (fv.): Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel, Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir ráðherra, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Halla Tómasdóttir forstjóri B Team.Vísir/Valgarður Gíslason Vaxandi ójöfnuður Hrund segir að öll þekking, hagkerfi og það hvernig viðskipti og nýsköpun eru stunduð hafi mikið breyst síðastliðinn áratug. Margt þurfi þó að breytast til viðbótar. „Vaxandi ójöfnuður, áþreifanleg áhrif hamfarahlýnunar og ágengi okkar á jörðina, vaxandi kröfur neytenda, sérstaklega yngri kynlóðarinnar, um að sjálfbærni sé miðlæg í rekstri og menningu fyrirtækja,“ segir Hrund. Sem dæmi um vaxandi ójöfnuð nefnir Hrund árið 2020. Samkvæmt nýlegri skýrslu Oxfam hafa „Tíu hvítir karlmenn“ sem jafnframt eru ríkustu milljarðamæringar heims, aukið auð sinn um hálfa trilljón Bandaríkjadala frá því að faraldurinn byrjaði. Á sama tíma verða þeir fátæku fátækari, flæði fjármagns um heiminn hefur tekið miklum breytingum með áhrifum til langs tíma.“ Hrund segir þó sem betur fer að vilji til umbóta sé fyrir hendi. Parísarsamkomulagið hafi verið stórt skref og þá hafi mörg ríki sett sér markmið til að ná í tilefni af Loftlagsráðstefnunni COP26 sem verður haldin í lok þessa árs. „Aðkoma einkageirans, fyrirtækja, í því að gera samfélög, rekstur og náttúru mun sjálfbærari er líka mun skýrari í hugum fólks og alþjóðlegar kröfur fjárfesta um rekstur fyrirtækja út frá sjálfbærni viðmiðum hefur tekið stakkaskiptum á síðastliðnum tíu árum,“ segir Hrund og bætir við: Það hefur sýnt sig að sjálfbærni er góður business.“ Þá bendir Hrund á að Evrópusambandið hafi sett hringrásarhagkerfið í forgang og í Evrópu hafi einnig mörg ríki og svæði sett sér markmið um að verða hringrásarhagkerfi. „Þú sérð breytinguna, hún er að koma úr öllum áttum, frá regluverki, fjárfestingum, og neytendum. Fyrirtæki sem eru ekki sjálfbær verða í vaxandi mæli ekki eins samkeppnishæf og hafa ekki eins gott aðgengi að fjármagni, hvort sem það er fjárfestingar og styrkir, eða lán á betri kjörum. Sjálfbærni felur í sér jafnvægi milli samfélags, náttúru og efnahags, ég ætla leyfa mér að draga þá ályktun að það ríki almennur samfélagssáttmáli á Íslandi um að við viljum búa í sjálfbæru samfélagi.“ Á dögunum fóru fram upptökur á Vox fyrir umræður sem sýndar verða á Janúarráðstefnu Festu sem streymt verður á Vísi. Hér eru fv.: Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, Lilja Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Hrund Rudolfsdóttir forstjóri Veritas Capital, Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga og Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte.Vísir/Valgarður Gíslason Nýtt upphaf í kjölfar Covid Hrund segir vel við hæfi að yfirskrift ráðstefnunnar sé „The Great Reset“ eða Nýtt upphaf. Yfirskriftin sé þannig í anda áherslna hjá leiðandi stofnunum eins og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) og B Team. „Við stöndum í miðjum stormi, sumir segja stærstu áskoranir frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Á heimsvísu, hefur COVID-19 varpað ljósi á það hversu brothætt kerfin okkar eru, ýtt undir undirliggjandi félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð, á sama tíma og loftslagsváin blasir við,“ segir Hrund. Í kjölfar heimsfaraldurs hafa yfirvöld í ríkjum víða um heim stigið inn af miklum krafti. Fjármagni er dreift til fyrirtækja í hremmingum og til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Þá sé víða verið að endurskipuleggja hvert fjármagni skuli veitt. „Þær ákvarðanir sem við erum að taka í dag munu hafa áhrif inn í framtíðina. Leiðtogar á öllum sviðum, í viðskiptum, opinberum geira og í þriðja geiranum, standa á krossgötum. Ríkisrekstur, jafnt sem einkarekstur þarf að verða sjálfbærari. En Covid-19 hefur líka sannarlega opnað á ný og uppbyggileg tækifæri, hraðað innleiðingu samskiptatækni, breytt vinnumenningu og ferðatilhögun fólks hugsanleg til frambúðar og sett frábært fordæmi um það hvernig vísindamenn og tengd fyrirtæki víða um heim geta unnið saman að risastórum áskorunum á mettíma við að búa til bóluefni,“ segir Hrund. Frá ráðstefnuupptökum á Vox, fv.: Hjálmar Gíslason fjárfestir og stofnandi GRID, Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hjá Eyri Venture Managment, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Jón L. Árnason skákmeistari og framkvæmdastjóri Lífsverk.Vísir/Valgarður Gíslason Á Janúarráðstefnunni verði rætt um það hvernig og hvort Nýtt upphaf sé nauðsynlegt og/eða hvort það sé raunhæfur möguleiki. „Og þá hvernig? Og hverjir koma við sögu? Hvert er mitt hlutverk? Hvert er þitt hlutverk? Hvert er hlutverk yfirvalda? Og viðskiptalífsins?“ spyr Hrund. Meðal fyrirlesara eru Nicole Schwab framkvæmdastjóri Nature Based Solution hjá World Economic Forum, Halla Tómasdóttir forstjóri B Team, Michele Wucker forstjóri Gray Rhino & Company, John McArthur forstjóri miðstöðvar um sjálfbæra þróun hjá Brookings stofnunni og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin Bank. En hvernig gengur? Á ráðstefnunni á fimmtudag verður einnig sagt frá því hvernig fjórum íslenskum fyrirtækjum gekk að ná markmiðum um hringrásarkerfið á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta eru fyrirtækin Orka náttúrunnar, Pure North Recycling, Klappir og Össur sem öll settu sér markmið á Janúarráðstefnu Festu árið 2020. Hrund segir að í frásögn þessara fyrirtækja megi auðveldlega heyra hvernig Covid breytti öllu. Heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á öll samskipti við umheiminn, hvort heldur sem er í útrás, samningaviðræðum við erlenda hringrásar samstarfsaðila og fleira. Hrund segir ný tækifæri hafa orðið til í heimsfaraldri og nú þurfi allir að velta því fyrir sér, hvernig þeirra aðkoma þarf að vera að aukinni sjálfbærni.Vísir/Vilhelm „En þrátt fyrir að í Covid hafi falist miklar áskoranir þá lágu þar líka tækifæri og upplifðu fyrirtækin aukna áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið meðal samstarfsaðila sinna. Til að mynda þá voru fór öll framleiðsla Pure North Recycling á endurunni plasti fram úr áætlunum, Orka náttúrunnar tók veigamikil skref þegar kemur að nýsköpun á sviði kolefnisförgunar, Össur tók í notkun hönnunar verkferla sem draga verulega úr kolefnisspori framleiðslu fyrirtækisins og setti á fót umbúðargagnabanka, Klappir hélt áfram að þróa leiðir til að mæla betur þróun í átt að hringrásarhagkerfi, t.d. með upplýsingabrú milli fyrirtækja og úrgangsvinnsluaðila,“ segir Hrund. Þá segir hún fyrirtækin hafa lagt áherslu á að vera framsýn í innviðauppbyggingu. „Þau lýstu þeirri áskorun sem felst í að ná jafnvægi á milli kostnaðar og áhættu, ásamt því að þrýsta þurfi á hið opinbera að gera breytingar á lagaumhverfi til þess það styðji betur við hringrás í innlendri framleiðslu,“ segir Hrund og bætir við: Öll leggja þau mikla áherslu á mikilvægi nýsköpunar hvort sem það snýr að tækni til að safna gögnum, framleiðslutækni, orkunotkun eða hönnun umbúða.“ Samfélagsleg ábyrgð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Spurt var: „Ef þú ættir að gefa drauma-sjálfbæra-samfélaginu 10 í einkunn, hvaða einkunn fær Ísland í dag og hvað þarf að gerast á næstu 10 árum til að það fái 10 í einkunn?“ Könnunin var gerð í tilefni þess að á þessu ári fagnar Festa tíu ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni verður Janúarráðstefna Festu sérstaklega vegleg en ráðstefnan hefst klukkan 9 á fimmtudagsmorgun og verður streymt á Vísi. Í þessari viku mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stöðu íslensks atvinnulífs með tilliti til sjálfbærni. Í dag er farið yfir það hvað hefur breyst á þeim tíu árum sem Festa hefur starfað á Íslandi. Á morgun verður streymt frá Janúarráðstefnu Festu á Vísi en hún ber yfirskriftina „The Great Reset“ eða Nýtt upphaf. Á föstudag mun sérfræðingur Deloitte fara yfir það athyglisverðasta úr niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar. „Sýnin á það hvernig þetta drauma-sjálfbæra-Ísland á að líta út og hvað þarf til, var nokkuð skýr í niðurstöðum könnunarinnar. Við munum segja frá þessari sýn á ráðstefnunni okkar, meðal annars hverjir „lyklarnir þrír“ sem greiða leiðina fyrir okkur að því að skapa slíkt samfélag hér á Íslandi, samkvæmt svörunum,“ segir Hrund. Ábyrg fjárfesting þótti vera „bóla“ Hrund segir að þótt einkunn Íslands hafi ekki mælst nema 5,5 í fyrrgreindri könnun, hafi margt breyst á síðustu tíu árum. Aukin sjálfbærni, tækniþróun og alþjóðlegar áskoranir hafi verið miklar. „Þegar Festa var stofnuð var megin verkefnið að sannfæra fyrirtæki og fjárfesta um virði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni í rekstri og almennt að fræða atvinnulífið og almenning um hvað þessi hugtök fela í sér. Að útskýra að samfélagsábyrgð fjallaði ekki bara um að láta gott af sér leiða í gegnum góðgerðarstarf og styrki. Að samfélagsábyrgð og sjálfbærni fjallaði ekki um það hvernig fyrirtæki eyða peningum, heldur hvernig þau skapa verðmæti, ekki bara fyrir hluthafa heldur líka starfsfólk, frá framleiðslu vöru til sölu, nærsamfélag og náttúru. Skilningur á þessu hefur gjörbreyst,“ segir Hrund sem segir fólk almennt meta það svo að mest hafi breytingin verið á síðastliðnum fimm árum eða svo. Þá tekur hún dæmi um hversu mikið fjármálaheimurinn hefur breyst. Fyrir tíu árum leit „íslenskt fjármálaumhverfi á ábyrgar fjárfestingar sem einhverja bólu erlendis frá“ eins og einn viðmælandi í könnuninni komast að orði. Þetta hefur þó breyst,“ segir Hrund og bætir við: „Því þrátt fyrir hremmingar síðasta árs, var „árið 2020 ár sjálfbærra fjárfestingasjóða“ eins og Sasja Beslik, einn ræðumanna á Janúarráðstefnunni og margverðlaunaður fjárfestir kemst að orði.“ Hrund segir að í þessum orðum Beslik felist sú merking að árið 2020 hafi sjálfbærar fjárfestingar stimplað sig inn sem betri og arðbærari fjárfestingakostur en hefðbundnir sjóðir. „Þetta eru stór og mikilvæg tíðindi. Þau þýða að þau rök að fjárfestingar í sjálfbærum kostum beri ekki sama arð og aðrar fjárfestingar, halda ekki vatni.“ Meðal þeirra sem fram koma á Janúrráðstefnu Festu er eftirfarandi umræðuhópur (fv.): Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel, Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir ráðherra, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Halla Tómasdóttir forstjóri B Team.Vísir/Valgarður Gíslason Vaxandi ójöfnuður Hrund segir að öll þekking, hagkerfi og það hvernig viðskipti og nýsköpun eru stunduð hafi mikið breyst síðastliðinn áratug. Margt þurfi þó að breytast til viðbótar. „Vaxandi ójöfnuður, áþreifanleg áhrif hamfarahlýnunar og ágengi okkar á jörðina, vaxandi kröfur neytenda, sérstaklega yngri kynlóðarinnar, um að sjálfbærni sé miðlæg í rekstri og menningu fyrirtækja,“ segir Hrund. Sem dæmi um vaxandi ójöfnuð nefnir Hrund árið 2020. Samkvæmt nýlegri skýrslu Oxfam hafa „Tíu hvítir karlmenn“ sem jafnframt eru ríkustu milljarðamæringar heims, aukið auð sinn um hálfa trilljón Bandaríkjadala frá því að faraldurinn byrjaði. Á sama tíma verða þeir fátæku fátækari, flæði fjármagns um heiminn hefur tekið miklum breytingum með áhrifum til langs tíma.“ Hrund segir þó sem betur fer að vilji til umbóta sé fyrir hendi. Parísarsamkomulagið hafi verið stórt skref og þá hafi mörg ríki sett sér markmið til að ná í tilefni af Loftlagsráðstefnunni COP26 sem verður haldin í lok þessa árs. „Aðkoma einkageirans, fyrirtækja, í því að gera samfélög, rekstur og náttúru mun sjálfbærari er líka mun skýrari í hugum fólks og alþjóðlegar kröfur fjárfesta um rekstur fyrirtækja út frá sjálfbærni viðmiðum hefur tekið stakkaskiptum á síðastliðnum tíu árum,“ segir Hrund og bætir við: Það hefur sýnt sig að sjálfbærni er góður business.“ Þá bendir Hrund á að Evrópusambandið hafi sett hringrásarhagkerfið í forgang og í Evrópu hafi einnig mörg ríki og svæði sett sér markmið um að verða hringrásarhagkerfi. „Þú sérð breytinguna, hún er að koma úr öllum áttum, frá regluverki, fjárfestingum, og neytendum. Fyrirtæki sem eru ekki sjálfbær verða í vaxandi mæli ekki eins samkeppnishæf og hafa ekki eins gott aðgengi að fjármagni, hvort sem það er fjárfestingar og styrkir, eða lán á betri kjörum. Sjálfbærni felur í sér jafnvægi milli samfélags, náttúru og efnahags, ég ætla leyfa mér að draga þá ályktun að það ríki almennur samfélagssáttmáli á Íslandi um að við viljum búa í sjálfbæru samfélagi.“ Á dögunum fóru fram upptökur á Vox fyrir umræður sem sýndar verða á Janúarráðstefnu Festu sem streymt verður á Vísi. Hér eru fv.: Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, Lilja Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Hrund Rudolfsdóttir forstjóri Veritas Capital, Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga og Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte.Vísir/Valgarður Gíslason Nýtt upphaf í kjölfar Covid Hrund segir vel við hæfi að yfirskrift ráðstefnunnar sé „The Great Reset“ eða Nýtt upphaf. Yfirskriftin sé þannig í anda áherslna hjá leiðandi stofnunum eins og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) og B Team. „Við stöndum í miðjum stormi, sumir segja stærstu áskoranir frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Á heimsvísu, hefur COVID-19 varpað ljósi á það hversu brothætt kerfin okkar eru, ýtt undir undirliggjandi félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð, á sama tíma og loftslagsváin blasir við,“ segir Hrund. Í kjölfar heimsfaraldurs hafa yfirvöld í ríkjum víða um heim stigið inn af miklum krafti. Fjármagni er dreift til fyrirtækja í hremmingum og til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Þá sé víða verið að endurskipuleggja hvert fjármagni skuli veitt. „Þær ákvarðanir sem við erum að taka í dag munu hafa áhrif inn í framtíðina. Leiðtogar á öllum sviðum, í viðskiptum, opinberum geira og í þriðja geiranum, standa á krossgötum. Ríkisrekstur, jafnt sem einkarekstur þarf að verða sjálfbærari. En Covid-19 hefur líka sannarlega opnað á ný og uppbyggileg tækifæri, hraðað innleiðingu samskiptatækni, breytt vinnumenningu og ferðatilhögun fólks hugsanleg til frambúðar og sett frábært fordæmi um það hvernig vísindamenn og tengd fyrirtæki víða um heim geta unnið saman að risastórum áskorunum á mettíma við að búa til bóluefni,“ segir Hrund. Frá ráðstefnuupptökum á Vox, fv.: Hjálmar Gíslason fjárfestir og stofnandi GRID, Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hjá Eyri Venture Managment, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Jón L. Árnason skákmeistari og framkvæmdastjóri Lífsverk.Vísir/Valgarður Gíslason Á Janúarráðstefnunni verði rætt um það hvernig og hvort Nýtt upphaf sé nauðsynlegt og/eða hvort það sé raunhæfur möguleiki. „Og þá hvernig? Og hverjir koma við sögu? Hvert er mitt hlutverk? Hvert er þitt hlutverk? Hvert er hlutverk yfirvalda? Og viðskiptalífsins?“ spyr Hrund. Meðal fyrirlesara eru Nicole Schwab framkvæmdastjóri Nature Based Solution hjá World Economic Forum, Halla Tómasdóttir forstjóri B Team, Michele Wucker forstjóri Gray Rhino & Company, John McArthur forstjóri miðstöðvar um sjálfbæra þróun hjá Brookings stofnunni og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Safra Sarasin Bank. En hvernig gengur? Á ráðstefnunni á fimmtudag verður einnig sagt frá því hvernig fjórum íslenskum fyrirtækjum gekk að ná markmiðum um hringrásarkerfið á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta eru fyrirtækin Orka náttúrunnar, Pure North Recycling, Klappir og Össur sem öll settu sér markmið á Janúarráðstefnu Festu árið 2020. Hrund segir að í frásögn þessara fyrirtækja megi auðveldlega heyra hvernig Covid breytti öllu. Heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á öll samskipti við umheiminn, hvort heldur sem er í útrás, samningaviðræðum við erlenda hringrásar samstarfsaðila og fleira. Hrund segir ný tækifæri hafa orðið til í heimsfaraldri og nú þurfi allir að velta því fyrir sér, hvernig þeirra aðkoma þarf að vera að aukinni sjálfbærni.Vísir/Vilhelm „En þrátt fyrir að í Covid hafi falist miklar áskoranir þá lágu þar líka tækifæri og upplifðu fyrirtækin aukna áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið meðal samstarfsaðila sinna. Til að mynda þá voru fór öll framleiðsla Pure North Recycling á endurunni plasti fram úr áætlunum, Orka náttúrunnar tók veigamikil skref þegar kemur að nýsköpun á sviði kolefnisförgunar, Össur tók í notkun hönnunar verkferla sem draga verulega úr kolefnisspori framleiðslu fyrirtækisins og setti á fót umbúðargagnabanka, Klappir hélt áfram að þróa leiðir til að mæla betur þróun í átt að hringrásarhagkerfi, t.d. með upplýsingabrú milli fyrirtækja og úrgangsvinnsluaðila,“ segir Hrund. Þá segir hún fyrirtækin hafa lagt áherslu á að vera framsýn í innviðauppbyggingu. „Þau lýstu þeirri áskorun sem felst í að ná jafnvægi á milli kostnaðar og áhættu, ásamt því að þrýsta þurfi á hið opinbera að gera breytingar á lagaumhverfi til þess það styðji betur við hringrás í innlendri framleiðslu,“ segir Hrund og bætir við: Öll leggja þau mikla áherslu á mikilvægi nýsköpunar hvort sem það snýr að tækni til að safna gögnum, framleiðslutækni, orkunotkun eða hönnun umbúða.“
Samfélagsleg ábyrgð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir „Miklu að tapa ef fyrirtæki eru of sein og missa af lestinni“ 3. desember 2020 07:01 Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. 2. desember 2020 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31