Áskoranir til framtíðar Kristín Völundardóttir skrifar 26. janúar 2021 14:00 Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun