Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi.
Svandís ítrekaði í ræðu sinni á Alþingi að gert væri ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta þessa árs.
Þetta liggur hins vegar ekki skýrt fyrir samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækjanna og spurði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, á hverju ráðherra byggði þessar væntingar.
„Janssen er með þannig fyrirkomulag að það þarf bara eina sprautu. Og það er von á þessu bóluefni fyrr en áður var talið. Við erum að gera ráð fyrir því fyrr. Og við vitum að það á við um alla lyfjaframleiðendur, að þeir eru að reyna herða alla sína framleiðslu og við munum njóta góðs af því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.