Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2021 15:30 Mægurnar komu með flugi til Keflavíkur frá Spáni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira