Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 13:45 Þegar mótar fyrir nýju vegstæði Vestfjarðavegar um Mjólkárhlíð í Arnarfrði. Steinar Jónasson Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34