Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 17:23 Enrique Tarrio, leiðtogi hægriöfgahópsins Proud Boys, hjálpaði alríkislögreglu Bandaríkjanna að handtaka og sakfella 13 manns á árunum 2012-2014. Getty/Stephanie Keith Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51