Heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn í ótrúlegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 18:47 Mikkel Hansen er hann var rekinn af velli. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Heimsmeistarar Dana eru komnir í undanúrslitin á HM í Egyptalandi. Þeir unnu heimamenn með herkjum í tvíframlengdum leik, 39-38, en leikurinn bauð upp á nánast allt sem handbolti getur boðið upp á. Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021 HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Það var mikill og góður kraftur í heimamönnum. Þeir voru 8-6 yfir eftir stundarfjórðung en þá skoruðu Danir þrjú mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum er átján mínútur voru komnar á klukkuna. Þeir leiddu svo 16-13 í hálfleik en aftur byrjuðu heimamenn hálfleikinn sterkt. Þeir voru komnir 18-17 yfir er langt um leið en er tíu mínútur voru eftir, var allt jafnt 23-23. Danir skoruðu næstu tvö mörk en Egyptar neituðu að gefast upp og jöfnuðu á ný, 25-25, er fimm mínútur voru eftir. Mads Mensah Larsen kom Dönum yfir þremur mínútum fyrir leikslok 27-26 en Egyptar svöruðu þá með tveimur mörkum í röð og komust yfir. Magnus Landin jafnaði metin í 28-28 er hálf mínúta var eftir. Mikkel Hansen var allt í öllu í kvöld.Slavko Midzor/Getty Egyptar gerðu sig hins vegar seka um slæm mistök. Þeir gerðu vitlausa skiptingu og Danir fengu boltann á ný sem og Egyptar fengu tveggja mínútna brottvísun. Mikkel Hansen átti hins vegar enn eina slæmu sendinguna í síðustu sókn Dana og lokatölur 28-28 eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni virtust þeir dönsku sterkari og voru komnir tveimur mörkum yfir en Egyptarnir voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og Danirnir héldu í lokasóknina. Það var dæmt leiktöf á Dani og eftir að flautan gall kastaði Mikkel Hansen boltanum frá sér. Dómararnir fóru í skjáinn og gáfu Hansen rautt spjald og dæmdu víti. Egyptar jöfnuðu úr vítakastinu, 34-34, og því þurfti að framlengja á ný. Mikkel Hansen. What are you doing.....This match is just absolutely insane.#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2021 Í annarri framlengingunni var spennan sú sama. Danir fengu vití og rautt spjald undir lok hennar, eftir brot Egyptana - í svipuðum dúr og brot Hansen, en Magnus Landin fór á vítapunktinn. Boltinn í stöng og inn. 35-35 eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar. Því réðust vítin í vítakastkeppni. Þar voru Darnirnir sterkari; skoruðu úr fjórum en Egyptar þremur og eru þar af leiðandi komnir í undanúrslitin. Þar mæta þeir annað hvort Spáni eða Noregi. Mikkel Hansen var markahæstur Dana með tíu mörk. Magnus Saugstrup var frábær á línunni með sex mörk og Mathias Gidsel skoraði sex. Yahia Omar skoraði tíu mörk úr tólf skotum og Yehia Elderaa skoraði sjö. 🇩🇰 الدنمارك أول منتخب يبلغ الدور نصف النهائي بعد التغلب على الدولة المضيفة، مصر! 🔥@dhf_haandbold | #مصر2021 | #Pharaohs | #Håndbold pic.twitter.com/LZImM4k70R— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 27, 2021
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira