Körfubolti

Enn vinnur Fjölnir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnisliðið er á fínu skriði.
Fjölnisliðið er á fínu skriði. Facebook/@fjolnirkarfa

Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna.

Það var jafnræði með liðunum í raun allan leikinn. Fjölnir leiddi í hálfleik 40-32 og þrátt fyrir spretti heimastúlkna þá héldu gestirnir úr Grafarvogi forystunni. Munurinn varð að endingu átta stig, 66-74.

Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis. Hún gerði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Fanney Ragnarsdóttir bætti við fjórtán stigum og þremur fráköstum.

Anna Soffía Lárusdóttir og Haiden Denise Palmer gerðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell. Haiden tók að auki sex fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Fjölnir er með tólf stig í efsta sæti deildarinnar en Keflavík er í öðru sætinu með tíu stig. Keflavík hefur þó bara leikið fimm leiki og er með fullt hús stiga. Snæfell er með fjögur stig í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×