Fyrsti hópurinn sem var útskrifaður af Reykjalundi á enn eftir að ná sér Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 20:17 Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Vísir/Arnar Fyrsti hópurinn hefur verið útskrifaður úr sex vikna meðferð á Reykjalundi en á enn eftir að ná sér að fullu. Þrjátíu manns eru nú til meðferðar á Reykjalundi við langvarandi einkennum Covid en 25 voru nýverið útskrifaðir úr slíkri meðferð. Flestir sem leita til Reykjalundar vegna eftirkasta Covid eru á aldrinum fjörutíu til sextíu ára, sá elsti er um áttrætt en sá yngsti um þrítugt. „Fólki líður illa, það er þreytt, er með mæði, verki, ýmis einkenni. Margir tala um heilaþoku, mikla örmögnun og rauði þráðurinn þar er bara minnkuð starfsgeta,“ segir Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Heilaþokan lýsir sér þannig að fólki þrýtur þrek til að hugsa eða starfa eins og það er vant. Flestir sem koma til Reykjalundar hafa verið frá vinnu í að minnsta kosti þrjá mánuði. Þrjátíu manns eru nú til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid-19.Vísir/Arnar „Hluti af þessu er að margir hafa mjög mikið óþol fyrir áreynslu og það tekur tíma. Ef þeir reyna mjög mikið á sig geta þeir verið algjörlega örmagna allan daginn á eftir. Þannig að þetta geta verið mjög dramatísk einkenni sem fólk upplifir,“ segir Stefán. Stefán segir eftirköstin ekki í neinu samhengi við upphaflegu veikindin. Sumir hafi verið með mjög lítil einkenni í upphafi en glíma við alvarleg langvinn eftirköst. „Það er vel þekkt að margar veirusýkingar geta haft svipuð einkenni og langvarandi þreytu og erfiðleikaeinkenni, sem eru vel þekkt. Covid virðist vera nokkuð öðruvísi að þessu leyti og vera erfiðara en margar aðrar veirusýkingar.“ Meðferðin á Reykjalundi tekur sex vikur þar sem fólk nær ekki fullum bata, heldur öðlast færni til að takast á við einkennin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. 22. janúar 2021 21:35 Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. 5. september 2020 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þrjátíu manns eru nú til meðferðar á Reykjalundi við langvarandi einkennum Covid en 25 voru nýverið útskrifaðir úr slíkri meðferð. Flestir sem leita til Reykjalundar vegna eftirkasta Covid eru á aldrinum fjörutíu til sextíu ára, sá elsti er um áttrætt en sá yngsti um þrítugt. „Fólki líður illa, það er þreytt, er með mæði, verki, ýmis einkenni. Margir tala um heilaþoku, mikla örmögnun og rauði þráðurinn þar er bara minnkuð starfsgeta,“ segir Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Heilaþokan lýsir sér þannig að fólki þrýtur þrek til að hugsa eða starfa eins og það er vant. Flestir sem koma til Reykjalundar hafa verið frá vinnu í að minnsta kosti þrjá mánuði. Þrjátíu manns eru nú til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid-19.Vísir/Arnar „Hluti af þessu er að margir hafa mjög mikið óþol fyrir áreynslu og það tekur tíma. Ef þeir reyna mjög mikið á sig geta þeir verið algjörlega örmagna allan daginn á eftir. Þannig að þetta geta verið mjög dramatísk einkenni sem fólk upplifir,“ segir Stefán. Stefán segir eftirköstin ekki í neinu samhengi við upphaflegu veikindin. Sumir hafi verið með mjög lítil einkenni í upphafi en glíma við alvarleg langvinn eftirköst. „Það er vel þekkt að margar veirusýkingar geta haft svipuð einkenni og langvarandi þreytu og erfiðleikaeinkenni, sem eru vel þekkt. Covid virðist vera nokkuð öðruvísi að þessu leyti og vera erfiðara en margar aðrar veirusýkingar.“ Meðferðin á Reykjalundi tekur sex vikur þar sem fólk nær ekki fullum bata, heldur öðlast færni til að takast á við einkennin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. 22. janúar 2021 21:35 Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. 5. september 2020 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07
Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. 22. janúar 2021 21:35
Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. 5. september 2020 20:30