Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 21:13 Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Egill Aðalsteinsson Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50