Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2021 14:01 Frá vettvangi slyssins í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu. Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu.
Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35