Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 81 - 78 | Aftur tapar Grindavík Atli Arason skrifar 28. janúar 2021 19:55 Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann Grindavík með þriggja stiga mun er nágrannaliðin mættust í Dominos deild karla í kvöld, lokatölur 81-78. Var þetta annað tap Grindavíkur í röð. Leikurinn var frekar jafn framan af en heimamenn voru þó skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og voru að jafnaði með 3-4 stiga forskot á gestina sem náðu þó alltaf að komast til baka og jafna leikinn, fyrst í 9-9 og svo aftur í stöðunni 16-16. Fór svo að Njarðvík vann fyrsta leikhlutan með 1 stigi, 20-19. Í öðrum leikhluta snerist leikurinn alveg við. Grindavík skoraði fyrstu 6 stig leikhlutans og settu niður hvern þristinn af fætur öðrum í körfuna hjá Njarðvíkingum en alls settu gestirnir niður 9 þriggja stiga körfur úr 12 tilraunum með Dag Kár fremstan í flokki, en hann var alls með 4 af þessum 9 tilraunum sem fóru ofan í en Dagur var með 100% nýtingu í þriggja stiga tilraunum í leikhlutanum. Dagur náði þó ekki að klára leikhlutan, né leikinn í heild vegna þess að hann meiddist illa á hné á 15 mínútu leiksins. Dagur haltraði ásamt sjúkrateyminu beint inn í klefa. Þá var Grindavík komið í 11 stiga forskot 24-35. Fjarvera Dags virðist ekki hafa truflað Grindvíkinga of mikið því liðið viðhélt þessu forskoti út annan leikhlutan en fyrrum Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson setti niður rosalegan flautukörfu þrist undir lok leikhlutans og liðinn gengu inn í búningsherbergi í hálfleik í stöðunni 35-46. Þriðji leikhlutinn byrjar frekar jafn en áður en að leikhlutinn er hálfnaður eru Njarðvíkingar komnir í algjöran fluggír. Í stöðunni 47-51 þegar 5 mínútur eru eftir af leikhlutanum setur Rodney Glasgow 6 stig í röð fyrir sína menn til að koma þeim yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik, 53-51. Heimamenn undir leiðsögn Rodney Glasgow halda áfram að þjarma á Grindavík, gestirnir voru 11 stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta en þegar 3 mínútur eru eftir eru heimamenn í Njarðvík skyndilega komnir 11 stigum yfir. Heimamenn fara á endanum með 6 stiga forystu inn í fjórða leikhluta. Frábær viðsnúningur Fjórði leikhlutinn var frekar jafn allt í gegn. Grindvíkingar náðu að minnka muninn hægt og rólega en mestur var munurinn 9 stig, 67-58, eftir þrist frá Mario Matasovic þegar lítið var búið af síðasta leikhlutanum. Þá hófst áhlaup Grindavíkur. Þegar 6 mínútur voru eftir þá gerir Ólafur Ólafsson 3 stiga körfu og minnkar muninn milli liðanna í leiðinni niður í 3 stig. Njarðvíkingar voru alltaf skrefi á undan þessar lokamínútur en þegar lítið er eftir af leiknum þá tapa Njarðvíkingar boltanum og Grindavík á þá boltann og 34 sekúndur eftir af leiknum og aðeins 3 stig sem muna á liðunum. Joonas keyrir á körfuna hinu megin og fær 2 víti og skorar úr þeim báðum. 79-78 er staðan og 22 sekúndur eftir. Grindavík brýtur strax og sendir Rodney á vítalínuna og Rodney Glasgow kórónar frábæran leik sinn í kvöld með því að setja bæði vítaskotin sín niður. 3 stiga leikur og 19 sekúndur á klukkunni þegar Grindavík á boltann. Í lokasókninni fær Joonas tvær tilraunir á þriggja stiga skoti í sömu sókninni en hann klikkar á þeim báðum og Njarðvíkur vinnur leikinn, 81-78. Af hverju vann Njarðvík Frábær þriðji leikhluti Njarðvíkur er það sem skóp sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar negldu öllu niður og spiluðu frábæran varnarleik sem slökkti í Grindavík. Hvað gekk illa? Að Dagur Kár, leikstjórnandi Grindavíkur, meiðist og neyðist til að fara af velli. Dagur hafði verið frábær fram að því og mikið svekkelsi fyrir Grindavík að missa þennan leikmann í meiðsli. Hverjir stóðu upp úr? Rodney Glasgow var frábær í kvöld og var lykill þátttakandi í viðsnúningi Njarðvíkur. Rodney skoraði alls 23 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Mario Matasovic var einnig mjög góður í liði Njarðvíkur með 24 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Hvað gerist næst? Njarðvík á langt ferðalag fyrir höndum þegar þeir fara í heimsókn til Hattar á Egilsstöðum eftir 3 daga. Grindavík fær erfitt verkefni gegn Stjörnunni degi síðar. Joonas: Ég læt þetta samt vera, þetta er í fortíðinni núna Joonas Jarvelainen, leikmaður Grindavíkur, hefur oft verið glaðari en hann var í viðtali strax eftir leik. „Við féllum í sömu gryfju og við höfum fallið í nokkrum leikjum á tímabilinu. Við náum yfir 10 stiga forskoti en svo hleypum við þeim aftur inn í leikinn, þegar leikurinn verður svona jafn undir rest þá er það algjör lottó hvoru megin sigurinn fellur. Við höfum unnið þetta lottó í nokkrum leikjum en núna var komið af okkur að tapa því,“ sagði Joonas áður en hann bætti við, „Andstæðingurinn kom inn með töluvert meiri orku og þeir gripu tækifærið og ríghéldu því. Það kemur fyrir að þegar andstæðingurinn er kominn á flug þá gleymum við okkur í því að fylgjast með þeim fagna og við lútum höfði. Það voru þó 15 mínútur eftir og við þurfum að læra og halda hausnum okkar uppi.“ Mjög umdeild atriði átti sér stað í byrjun vikunnar þegar Joonas var rekin af velli gegn Keflavík fyrir ummæli sem hann átti að hafa látið falla á leikvellinum. Joonas vildi þó ekki ræða það mál of mikið. „Ég hef heyrt hvað nokkrum aðilum finnst um þetta. Ef einhver á að svara því hvað gerðist þarna þá er það dómarinn. Ég læt þetta samt vera, þetta er í fortíðinni núna,“ sagði Joonas Jarvelainen að lokum. Daníel Guðni: Alltaf leiðinlegt að tapa Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur við það sem mætti kalla tvöfalt tap í kvöld. „Alltaf leiðinlegt að tapa og meira leiðinlegt að missa leikmann í meiðsli sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli áður. Það litar kvöldið svolítið,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik og átti þar við meiðsli Degi Kárs, leikstjórnanda Grindavíkur. „Það kemur einhver slinkur á hnéð, hann var allavega mjög kvalinn. Ég get ekki sagt strax hvað þetta er en þetta lítur ekki vel út í fyrstu sýn,“ bætti Daníel við en þetta gætu verið sömu meiðsli og héldu Degi frá velli um langan tíma fyrir ekki svo löngu síðan. Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir Grindavík virtist vera með leikinn í höndunum í hálfleik þar sem þeir voru 11 stigum yfir en við tekur 22 stiga sveifla á 8 mínútum í þriðja leikhluta. „Ég hef aldrei tekið tvö leikhlé í sama leikhlutanum, allavega ekki í þriðja leikhlutanum. Þetta var allt bara svo aumt og dauft. Þetta var bara ekki nægilega gott. Ég var bara ekki nægilega sáttur hvernig við nálguðumst verkefnið í þriðja leikhluta. Eftir seinna leikhléið þá rifum við þetta aðeins í gang en þá var Njarðvík bara búið að búa til of mikið forskot. Það er bara miður. Ég hefði verið til í að eiga fleiri leikhlé inni í fjórða leikhluta til að fá meira jafnvægi í þetta en það var ekki. Við náðum að spara eitt leikhlé þangað til það voru einhverjar 10 sekúndur eftir en það varð bara of erfitt skot og það gekk ekki upp,“ svaraði Daníel aðspurður um hvað skeði hjá hans liði í þriðja leikhluta. Grindavík var taplaust í upphafi vikunnar en núna hafa komið tveir tapleikir í röð gegn Keflavík og Njarðvík og leikjaprógram Grindavíkur verður ekkert auðveldara þegar þeir taka á móti liði Stjörnunnar á heimavelli í næsta leik. Daníel er þó tilbúinn og hefur trú á sínum mönnum. Miði er möguleiki. „Ég er klár í verkefnið og strákarnir eru klárir. Þarna verða tvö hörkulið að spila og það er alltaf möguleiki þegar leikurinn byrjar. Við erum á heimavelli og við ætlum að nýta okkur það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur í restina. Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leikvísir/anton Einar Árni: Við buðum þeim upp í dans Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var kátur með fyrsta heimasigurinn á tímabilinu. „Ég er virkilega ánægður. Þetta eru tvö mikilvæg stig í safnið og ég er gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Einar í viðtali strax eftir leik. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ekki svo vel en tóku leikinn yfir í seinni hálfleik. Einar var spurður að því hvað hann hafi sagt inn í klefa í hálfleik til að kveikja í sínum mönnum. „Sitt lítið af hverju. Mér fannst við vera sparsamir á orkuna. Ég notaði orðið latir, mér fannst við bara ekki sýna dugnað og vinnusemi í því sem við ætluðum að gera varnarlega. Við vorum búnir að tala um hvar hætturnar liggja, þeir eru með marga góða skotmenn og við buðum þeim upp í dans og það er hættulegt. Þeir fóru á gott rönn, skjóta 11 af 16 þristum í fyrri hálfleik. Við vorum kannski pínu heppnir að vera bara 11 stigum undir í hálfleik en strákarnir bregðast virkilega vel við í seinni hálfleik. Allt annað að sjá til okkar varnarlega og Jón Arnór leiddi þann part og aðrir fylgdu svo með. Við ýttum þeim algjörlega út úr þeirra aðgerðum og þeir skutu boltanum ekki nærri því eins vel í síðari hálfleiknum. Við vorum að fá fullt af auðveldum körfum upp úr hraða upphlaupum þegar við vorum að ná góðum stoppum. Ef ég fæ að vera smá neikvæður líka þá hefðum við átt að klára þetta á aðeins auðveldari máta en ég tek stigin glaður,“ svaraði Einar Árni. Dagur Kár meiddist illa í leiknum en Dagur hafði fram af því átt mjög góðan leik. Einar var ekki í vafa um að fjarvera Dags í seinni hálfleik hafi skipt máli í niðurstöðu leiksins. „Að sjálfsögðu, hann er frábær leikmaður og hann gerði mjög vel í fyrri hálfleik og Grindavíkur liðið allt er bara mjög gott, sérstaklega gott sóknar lið. Það eru margar ógnir í þeirra röðum, þess vegna var ég svo vonsvikinn að við skildum ekki gera betur varnarlega en að Dagur sé ekki, hann er þeirra leikstjórnandi og að sjálfsögðu er mikill missir fyrir þá að missa hann út af. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt og að hann komi ferskur til baka,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Dominos-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík vann Grindavík með þriggja stiga mun er nágrannaliðin mættust í Dominos deild karla í kvöld, lokatölur 81-78. Var þetta annað tap Grindavíkur í röð. Leikurinn var frekar jafn framan af en heimamenn voru þó skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og voru að jafnaði með 3-4 stiga forskot á gestina sem náðu þó alltaf að komast til baka og jafna leikinn, fyrst í 9-9 og svo aftur í stöðunni 16-16. Fór svo að Njarðvík vann fyrsta leikhlutan með 1 stigi, 20-19. Í öðrum leikhluta snerist leikurinn alveg við. Grindavík skoraði fyrstu 6 stig leikhlutans og settu niður hvern þristinn af fætur öðrum í körfuna hjá Njarðvíkingum en alls settu gestirnir niður 9 þriggja stiga körfur úr 12 tilraunum með Dag Kár fremstan í flokki, en hann var alls með 4 af þessum 9 tilraunum sem fóru ofan í en Dagur var með 100% nýtingu í þriggja stiga tilraunum í leikhlutanum. Dagur náði þó ekki að klára leikhlutan, né leikinn í heild vegna þess að hann meiddist illa á hné á 15 mínútu leiksins. Dagur haltraði ásamt sjúkrateyminu beint inn í klefa. Þá var Grindavík komið í 11 stiga forskot 24-35. Fjarvera Dags virðist ekki hafa truflað Grindvíkinga of mikið því liðið viðhélt þessu forskoti út annan leikhlutan en fyrrum Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson setti niður rosalegan flautukörfu þrist undir lok leikhlutans og liðinn gengu inn í búningsherbergi í hálfleik í stöðunni 35-46. Þriðji leikhlutinn byrjar frekar jafn en áður en að leikhlutinn er hálfnaður eru Njarðvíkingar komnir í algjöran fluggír. Í stöðunni 47-51 þegar 5 mínútur eru eftir af leikhlutanum setur Rodney Glasgow 6 stig í röð fyrir sína menn til að koma þeim yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik, 53-51. Heimamenn undir leiðsögn Rodney Glasgow halda áfram að þjarma á Grindavík, gestirnir voru 11 stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta en þegar 3 mínútur eru eftir eru heimamenn í Njarðvík skyndilega komnir 11 stigum yfir. Heimamenn fara á endanum með 6 stiga forystu inn í fjórða leikhluta. Frábær viðsnúningur Fjórði leikhlutinn var frekar jafn allt í gegn. Grindvíkingar náðu að minnka muninn hægt og rólega en mestur var munurinn 9 stig, 67-58, eftir þrist frá Mario Matasovic þegar lítið var búið af síðasta leikhlutanum. Þá hófst áhlaup Grindavíkur. Þegar 6 mínútur voru eftir þá gerir Ólafur Ólafsson 3 stiga körfu og minnkar muninn milli liðanna í leiðinni niður í 3 stig. Njarðvíkingar voru alltaf skrefi á undan þessar lokamínútur en þegar lítið er eftir af leiknum þá tapa Njarðvíkingar boltanum og Grindavík á þá boltann og 34 sekúndur eftir af leiknum og aðeins 3 stig sem muna á liðunum. Joonas keyrir á körfuna hinu megin og fær 2 víti og skorar úr þeim báðum. 79-78 er staðan og 22 sekúndur eftir. Grindavík brýtur strax og sendir Rodney á vítalínuna og Rodney Glasgow kórónar frábæran leik sinn í kvöld með því að setja bæði vítaskotin sín niður. 3 stiga leikur og 19 sekúndur á klukkunni þegar Grindavík á boltann. Í lokasókninni fær Joonas tvær tilraunir á þriggja stiga skoti í sömu sókninni en hann klikkar á þeim báðum og Njarðvíkur vinnur leikinn, 81-78. Af hverju vann Njarðvík Frábær þriðji leikhluti Njarðvíkur er það sem skóp sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar negldu öllu niður og spiluðu frábæran varnarleik sem slökkti í Grindavík. Hvað gekk illa? Að Dagur Kár, leikstjórnandi Grindavíkur, meiðist og neyðist til að fara af velli. Dagur hafði verið frábær fram að því og mikið svekkelsi fyrir Grindavík að missa þennan leikmann í meiðsli. Hverjir stóðu upp úr? Rodney Glasgow var frábær í kvöld og var lykill þátttakandi í viðsnúningi Njarðvíkur. Rodney skoraði alls 23 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Mario Matasovic var einnig mjög góður í liði Njarðvíkur með 24 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Hvað gerist næst? Njarðvík á langt ferðalag fyrir höndum þegar þeir fara í heimsókn til Hattar á Egilsstöðum eftir 3 daga. Grindavík fær erfitt verkefni gegn Stjörnunni degi síðar. Joonas: Ég læt þetta samt vera, þetta er í fortíðinni núna Joonas Jarvelainen, leikmaður Grindavíkur, hefur oft verið glaðari en hann var í viðtali strax eftir leik. „Við féllum í sömu gryfju og við höfum fallið í nokkrum leikjum á tímabilinu. Við náum yfir 10 stiga forskoti en svo hleypum við þeim aftur inn í leikinn, þegar leikurinn verður svona jafn undir rest þá er það algjör lottó hvoru megin sigurinn fellur. Við höfum unnið þetta lottó í nokkrum leikjum en núna var komið af okkur að tapa því,“ sagði Joonas áður en hann bætti við, „Andstæðingurinn kom inn með töluvert meiri orku og þeir gripu tækifærið og ríghéldu því. Það kemur fyrir að þegar andstæðingurinn er kominn á flug þá gleymum við okkur í því að fylgjast með þeim fagna og við lútum höfði. Það voru þó 15 mínútur eftir og við þurfum að læra og halda hausnum okkar uppi.“ Mjög umdeild atriði átti sér stað í byrjun vikunnar þegar Joonas var rekin af velli gegn Keflavík fyrir ummæli sem hann átti að hafa látið falla á leikvellinum. Joonas vildi þó ekki ræða það mál of mikið. „Ég hef heyrt hvað nokkrum aðilum finnst um þetta. Ef einhver á að svara því hvað gerðist þarna þá er það dómarinn. Ég læt þetta samt vera, þetta er í fortíðinni núna,“ sagði Joonas Jarvelainen að lokum. Daníel Guðni: Alltaf leiðinlegt að tapa Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur við það sem mætti kalla tvöfalt tap í kvöld. „Alltaf leiðinlegt að tapa og meira leiðinlegt að missa leikmann í meiðsli sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli áður. Það litar kvöldið svolítið,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik og átti þar við meiðsli Degi Kárs, leikstjórnanda Grindavíkur. „Það kemur einhver slinkur á hnéð, hann var allavega mjög kvalinn. Ég get ekki sagt strax hvað þetta er en þetta lítur ekki vel út í fyrstu sýn,“ bætti Daníel við en þetta gætu verið sömu meiðsli og héldu Degi frá velli um langan tíma fyrir ekki svo löngu síðan. Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur.vísir/ernir Grindavík virtist vera með leikinn í höndunum í hálfleik þar sem þeir voru 11 stigum yfir en við tekur 22 stiga sveifla á 8 mínútum í þriðja leikhluta. „Ég hef aldrei tekið tvö leikhlé í sama leikhlutanum, allavega ekki í þriðja leikhlutanum. Þetta var allt bara svo aumt og dauft. Þetta var bara ekki nægilega gott. Ég var bara ekki nægilega sáttur hvernig við nálguðumst verkefnið í þriðja leikhluta. Eftir seinna leikhléið þá rifum við þetta aðeins í gang en þá var Njarðvík bara búið að búa til of mikið forskot. Það er bara miður. Ég hefði verið til í að eiga fleiri leikhlé inni í fjórða leikhluta til að fá meira jafnvægi í þetta en það var ekki. Við náðum að spara eitt leikhlé þangað til það voru einhverjar 10 sekúndur eftir en það varð bara of erfitt skot og það gekk ekki upp,“ svaraði Daníel aðspurður um hvað skeði hjá hans liði í þriðja leikhluta. Grindavík var taplaust í upphafi vikunnar en núna hafa komið tveir tapleikir í röð gegn Keflavík og Njarðvík og leikjaprógram Grindavíkur verður ekkert auðveldara þegar þeir taka á móti liði Stjörnunnar á heimavelli í næsta leik. Daníel er þó tilbúinn og hefur trú á sínum mönnum. Miði er möguleiki. „Ég er klár í verkefnið og strákarnir eru klárir. Þarna verða tvö hörkulið að spila og það er alltaf möguleiki þegar leikurinn byrjar. Við erum á heimavelli og við ætlum að nýta okkur það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur í restina. Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leikvísir/anton Einar Árni: Við buðum þeim upp í dans Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var kátur með fyrsta heimasigurinn á tímabilinu. „Ég er virkilega ánægður. Þetta eru tvö mikilvæg stig í safnið og ég er gríðarlega ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Einar í viðtali strax eftir leik. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ekki svo vel en tóku leikinn yfir í seinni hálfleik. Einar var spurður að því hvað hann hafi sagt inn í klefa í hálfleik til að kveikja í sínum mönnum. „Sitt lítið af hverju. Mér fannst við vera sparsamir á orkuna. Ég notaði orðið latir, mér fannst við bara ekki sýna dugnað og vinnusemi í því sem við ætluðum að gera varnarlega. Við vorum búnir að tala um hvar hætturnar liggja, þeir eru með marga góða skotmenn og við buðum þeim upp í dans og það er hættulegt. Þeir fóru á gott rönn, skjóta 11 af 16 þristum í fyrri hálfleik. Við vorum kannski pínu heppnir að vera bara 11 stigum undir í hálfleik en strákarnir bregðast virkilega vel við í seinni hálfleik. Allt annað að sjá til okkar varnarlega og Jón Arnór leiddi þann part og aðrir fylgdu svo með. Við ýttum þeim algjörlega út úr þeirra aðgerðum og þeir skutu boltanum ekki nærri því eins vel í síðari hálfleiknum. Við vorum að fá fullt af auðveldum körfum upp úr hraða upphlaupum þegar við vorum að ná góðum stoppum. Ef ég fæ að vera smá neikvæður líka þá hefðum við átt að klára þetta á aðeins auðveldari máta en ég tek stigin glaður,“ svaraði Einar Árni. Dagur Kár meiddist illa í leiknum en Dagur hafði fram af því átt mjög góðan leik. Einar var ekki í vafa um að fjarvera Dags í seinni hálfleik hafi skipt máli í niðurstöðu leiksins. „Að sjálfsögðu, hann er frábær leikmaður og hann gerði mjög vel í fyrri hálfleik og Grindavíkur liðið allt er bara mjög gott, sérstaklega gott sóknar lið. Það eru margar ógnir í þeirra röðum, þess vegna var ég svo vonsvikinn að við skildum ekki gera betur varnarlega en að Dagur sé ekki, hann er þeirra leikstjórnandi og að sjálfsögðu er mikill missir fyrir þá að missa hann út af. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt og að hann komi ferskur til baka,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti