Slagur um stól formanns KKÍ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu. Körfubolti 21.2.2025 17:08
LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Hinn fertugi LeBron James skoraði fjörutíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Portland Trail Blazers, 102-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 21.2.2025 15:15
Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér. Körfubolti 21.2.2025 09:00
Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti 20.2.2025 16:15
Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Íslenska körfuboltalandsliðið mætir með ás upp í erminni í Ungverjalandi í kvöld því Martin Hermannsson er mættur til að hjálpa strákunum að taka síðasta skrefið inn á Eurobasket. Körfubolti 20. febrúar 2025 12:01
Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Taka þurfti hægri fótinn af LaVar Ball, föður körfuboltamannanna Lonzo, LiAngelo og LaMelo. Körfubolti 20. febrúar 2025 11:02
Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Körfubolti 20. febrúar 2025 10:31
Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. Sport 19. febrúar 2025 23:33
„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 19. febrúar 2025 22:44
Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:46
„Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ „Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:25
Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:00
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Körfubolti 19. febrúar 2025 20:49
Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Íslenska körfuboltalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik á móti Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Leik sem gæti skilað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Körfubolti 19. febrúar 2025 16:32
Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því. Körfubolti 19. febrúar 2025 13:01
Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sindri Snær Jensson eigandi Húrra var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Körfubolti 19. febrúar 2025 12:03
Valdi flottasta búning deildarinnar Athafnarmaðurinn Sindri Snær Jensson sem á og rekur fataverslunarkeðjuna Húrra var gestur gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Körfubolti 19. febrúar 2025 09:01
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. Körfubolti 18. febrúar 2025 20:46
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Garðabænum. Gular eru í harðri fallbaráttu og því allir sigrar mikilvægir fyrir Grindavík. Körfubolti 18. febrúar 2025 17:49
Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Kristinn Albertsson hefur samkvæmt heimildum Vísis ákveðið að bjóða sig fram til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Körfubolti 18. febrúar 2025 14:17
Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Körfubolti 18. febrúar 2025 13:31
Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart. Körfubolti 18. febrúar 2025 10:01
„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar. Körfubolti 17. febrúar 2025 22:47
Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum. Körfubolti 17. febrúar 2025 20:02
Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. Körfubolti 17. febrúar 2025 18:01