Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:00 Regine Marthe og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum, þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár. Vísir/vilhelm Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu. Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu.
Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09
Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent