Erum við ekki öll í þessu saman? Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. janúar 2021 10:36 Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar