Um er að ræða aðra þáttaröð af Æði en þar er fylgst með lífi Patreks, Bassa Maraj og Binna Glee sem er fluttur í borgina.
Æði eru fyrstu þættir sinnar tegundar hér á landi og því er endurkoma þessi fagnaðarerindi mikið fyrir aðdáendur þáttanna.
Í fyrstu þáttaröðinni flaug Patti til Síle að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Hann er nú snúinn aftur til Íslands, reynslunni ríkari og tilbúinn að halda ferðalagi sínu í átt að heimsfrægð en í fyrsta þættinum var greint frá því að Patrekur væri orðinn trúlofaður Keem unnusta sínum.
Í síðasta þætti sem kom inn á Stöð 2+ í vikunni ákváðu þeir félagarnir Bassi Maraj, Patrekur Jaimie og Binni Glee að skella í sig nokkrum kokteilum og úr varð ágætt partí þar til að Bassi yfirgaf teitið.