Fótbolti

Segir stöðu Mbappe flókna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe fyrir leik gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í lok árs 2020.
Mbappe fyrir leik gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í lok árs 2020. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Fabrizio Romano, einn virtasti félagaskiptaspekingur heimsins, segir stöðu Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain flókna. Mbappe er einn eftirsóttasti leikmaðurinn í heiminum en margir risarnir eru sagðir fylgjast með stöðu mála.

Romano var í viðtali í hlaðvarpsþættinum No Nonsense Transfer Show en þar segir hann að Mbappe sé í viðræðum við franska félagið. Forseti félagsins vilji, eðlilega, halda honum hjá félaginu og bjóði honum nú nýjan samning.

Hann segir að það sé ansi flókið að semja við menn eins og Mbappe því það séu ansi mikið sem þarf að semja um.

Romano bætti því við að sögusagnir um Real Madrid og Liverpool varðandi Mbappe sé erfitt að segja eitthvað um — því félög vita ekki hvað verður um fjárhag sinn vegna krísunnar.

Mauricio Pochettino er tekinn við liði PSG en hann tók við liðinu af Thomas Tuchel. Núverandi samningur Mbappe rennur út sumarið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×