Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2021 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31