Ævintýri Svía heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 17:59 Hampus Wanne skorar eitt af mörkum Svía í kvöld. Slavko Midzor/Getty Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla.
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira