Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir-img

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Við segjum frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Þá vilja stjórnmálaflokkar landsins að öryggishnappi verði komi fyrir á skrifstofum þeirra en þeir munu funda með ríkislögreglustjóra á þriðjudag til að fara yfir öryggismál.

Og rætt verður við formann Félags krabbameinslækna sem segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að krabbameinslækningum. Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein hafi tvöfaldast síðan um miðja síðustu öld.

Við tölum einnig við fuglavini því garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir, og er fólk hvatt til þess að fylgjast með fuglum sem koma í garðinn þeirra og skrá niður tegundir og fjölda fuglanna.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×