Innlent

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ellen Calmon er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík
Ellen Calmon er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík AÐSEND

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

„Slíkar árásir eru með öllu ólíðandi í lýðræðisríki og opnu samfélagi. Við fordæmum hatursfulla orðræðu og ummæli sem ala af sér andúð og geta verið hvati til slíkra árása,“ segir í tilkynningu frá félaginu. 

„Við eigum öll að geta tekið þátt í stjórnmálum án þess að eiga hættu á að vera ógnað með þeim hætti sem við höfum því miður orðið vitni að nýlega.“


Tengdar fréttir

Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur.

VG fordæmir skotárásirnar

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×