Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 13:51 Dagur segir að viðbrögð hans við atvikinu hafi komið í skrefum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur. Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur.
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira