Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 19:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021 Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á föstudaginn skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Fyrirtækið hefur sætt miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins en framkvæmdastjórn ESB virkjaði sama dag nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga um afhendingu bóluefnis. Evrópusambandið dró þó fljótt í land og hætti við þessi áform sem strax sættu mikilli gagnrýni. Guardian greindi frá því fyrr í dag að Frakkar og Þjóðverjar að höfða mál gegn AstraZeneca vegna seinagangs við afhendingu, jafnvel þótt fyrir liggi að seinaganginn megi rekja til vandkvæða við framleiðslu bóluefnisins í framleiðsluverksmiðju í Belgíu. Embættisenn í Brussel hafa þó lýst efasemdum og hafa gefið í skyn að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækið hafi dreift skömmtum bóluefnis sem framleiddir eru í Belgíu og Hollandi til Bretlands, sem líkt og kunnugt er er ekki lengur aðili að ESB. Að því er segir í tísti von der Leyen virðist nú sem betur gangi í samskiptum ESB og AstraZeneca en fyrirtækið hyggst að því er segir í tísti framkvæmdastjórans auka afkastagetu sína við framleiðslu bóluefnisins innan Evrópu. Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021
Evrópusambandið Belgía Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira