Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:34 Áhöfnin situr föst um borð í bátnum eftir að skipverji sem þangað var nýmættur til vinnu fékk svar um að hann hafi greinst jákvæður fyrir covid-19 í seinni skimun eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira