Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. „Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“ Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“
Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira