Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Vísir/Egill Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira