Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2021 10:45 Geysir lokaði verslun sinni að Skólavörðustíg 16 í gær eftir tíu ár í húsinu. Verslunni var flutt á Skólavörðustíg 12 beint á móti Geysir Konur. Þær verslanir voru óvænt lokaðar í gær. Geysir Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira