Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. Frumvarp Áslaugar um breytingar á áfengislögum hvað lítur að brugghúsum er komið til þingsins en frumvarp er varðar sölu áfengis í netverslun innanlands hefur enn ekki komist í gegnum ríkisstjórn. Brugghúsafrumvarpið felur meðal annars í sér að íslenskum brugghúsum verði leyfilegt að selja sínar vörur í eigin verslun á framleiðslustað. Þá var frumvarpi Framsóknarþingmannanna Þórarins Inga Péturssonar, Silju Daggar Gunnarsdóttur og Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, sama efnis, dreift á Alþingi í dag. „Það er oftast gripið til lýðheilsusjónarmiða og einfaldra atriða eins og það að með auknu aðgengi að áfengi þá aukist neysla. Það er aftur á móti engin lína á milli í því að það sé aukið aðgengi að áfengi og aukin ofneysla á áfengi sem er það sem við eigum að varast,“ sagði Áslaug, spurð með hvaða rökum aðrir flokkar hafi staðið í vegi fyrir slíkri breytingu á lögum, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Henni þyki þetta því ákveðin rökleysa, sé litið til reynslu annarra landa. Það hafi verið andstaða við málið af hálfu beggja samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fyrirvarar hafi einnig verið gerðir við þann hluta er lýtur að brugghúsunum. Samstarfsflokkarnir hafi sett fyrirvara við það mál bæði í ríkisstjórn og í þingflokkum. Þar sé fyrst og fremst um að ræða fyrirvara vegna lýðheilsusjónarmiða. „Það skýtur kannski mjög skökku við það að sama manneskjan gerir mjög mikla fyrirvara við mitt frumvarp leggi sambærilegt frumvarp fram eftir að ég hef barist fyrir málinu í lengri tíma,“ sagði Áslaug. Það eru þrír þingmenn Framsóknarflokksins sem eru flutningsmenn frumvarpsins, allir úr landsbyggðarkjördæmum. „Það sýnir kannski það að mér hefur tekist í umræðu um þetta mál vel til að sýna fram á hversu mikilvægt þetta er fyrir íslenskt samfélag, fyrir lítil byggðalög,“ segir Áslaug. „Ég sé ekki betur en að þau séu orðin ósammála sínum fyrirvara og hafi séð ljósið og taka mitt mál og leggja það fram með örlitlum breytingum.“ Nánast sama frumvarpið Málin tvö séu afar keimlík og orðalagið það sama. „Mér sýnist þetta vera sama frumvarpið sem er lagt fram af þingmönnum Framsóknarflokksins. Það eru ekki höfundaréttarreglur í þinginu en það eru auðvitað einhverjar óskrifaðar reglur og þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður með þessum hætti. En ég held að ég verði bara að líta á þetta sem stuðning við frumvarpið,“ segir Áslaug. Þó er frumvarp Framsóknarmanna að einhverju leyti frábrugðið. „Þau ganga lengra í vínandamagni þannig það má vera sterkara vín sem er selt, eins og íslenskt gin og vodka, og stærri brugghús. Þetta eru breytingar sem ég vildi líka leggja fram en fékk ekki, lagði til minniháttar breytingar á þessu. En þau eru líka með að það megi bara selja ákveðið magn af eintökum, þannig að þú megir kannski bara kaupa fimm eða þrjú eða sex eintök af bjórnum.“ Hún telji þetta upplegg í frumvarpi Framsóknarmanna vera þversögn við þá fyrirvara sem þeir hafi sjálfir áður gert er lúta að lýðheilsusjónarmiðum. „Að sama skapi hef ég sagt að það er afar erfitt að halda í þá reglu að það megi bara kaupa eina kippu. Af því hvað á að líða langur tími á milli? Mínúta? Klukkutími? Sólarhringur? Og hver á að fylgjast með því?“ spyr Áslaug sem finnst þetta ákvæði í frumvarpi Framsóknarþingmanna ekki halda vatni. Brugghúsafrumvarpið ekki síður byggðamál „Aðgengi hefur auðvitað aðeins aukist enda höfum við líka aðgengi að öllum erlenda markaðnum í gegnum netverslun. Eina sem þetta kerfi okkar gerir, það er að bitna á íslenskum aðilum,“ segir Áslaug. „Það eru held ég um tvö hundruð störf í þessum brugghúsum um allt land, þau eru í yfir tuttugu sveitarfélögum. Þetta er oft í smærri byggðum, þetta er aðlaðandi fyrir ferðamenn sem koma og Íslendingar voru duglegir að heimsækja þessa staði í sumar,“ segir Áslaug. Hún kveðst vonsvikin að enn hafi ekki tekist að afgreiða úr ríkisstjórn þær breytingar sem hún vill gera á reglum um sölu áfengis í netverslun. „Ég er vonsvikin vegna þess að ég tel að örfáar íslenskar netverslanir á móti þeim hundruðum sem við höfum aðgengi sem senda beint heim, hefði ekki skipt neinu máli ef litið er til lýðheilsusjónarmiða,“ segir Áslaug. Miklu heldur hefði þetta verið tækifæri til að styrkja og efla íslenskt viðskiptalíf og innlenda verslun. Hún voni að þingnefnd muni fjalla um þessi atriði þegar málið komi inn á hennar borð. Segir ekki við Sjálfstæðisflokkinn að sakast Þá hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram enn annað mál á Alþingi þar sem lagt er til að bann við heimabruggun áfengis verði afnumin. Hann skaut aðeins á Sjálfstæðisflokkinn í viðtali, einnig við Reykjavík Síðdegis í dag, þar sem hann sagði Sjálfstæðisflokkinn segjast standa fyrir viðskiptafrelsi en að svo virðist sem stuðningi flokksins við einstaklingsfrelsi sé ábótavant. „Ég hef stutt þetta mál, hef sagt það áður og er bara gott frelsismál,“ segir Áslaug. „Ég auðvitað tek ekki undir hans orð um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er alrangt. Ég held að á þeim stutta tíma sem ég hef verið í dómsmálaráðuneytinu hef ég lagt fram nokkur frelsismál af þeim sem hægt er að breyta í dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Áslaug Arna og vísaði meðal annars til frumvarps um breytingar á lögum um mannanöfn og frumvarp um breytingar á áfengislögum. „Það er ekki við okkur að sakast heldur aðra flokka sem hafa almennt staðið í vegi fyrir þessum breytingum en við erum sá flokkur sem hefur oftast lagt fram breytingar á áfengislögum,“ segir Áslaug. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frumvarp Áslaugar um breytingar á áfengislögum hvað lítur að brugghúsum er komið til þingsins en frumvarp er varðar sölu áfengis í netverslun innanlands hefur enn ekki komist í gegnum ríkisstjórn. Brugghúsafrumvarpið felur meðal annars í sér að íslenskum brugghúsum verði leyfilegt að selja sínar vörur í eigin verslun á framleiðslustað. Þá var frumvarpi Framsóknarþingmannanna Þórarins Inga Péturssonar, Silju Daggar Gunnarsdóttur og Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, sama efnis, dreift á Alþingi í dag. „Það er oftast gripið til lýðheilsusjónarmiða og einfaldra atriða eins og það að með auknu aðgengi að áfengi þá aukist neysla. Það er aftur á móti engin lína á milli í því að það sé aukið aðgengi að áfengi og aukin ofneysla á áfengi sem er það sem við eigum að varast,“ sagði Áslaug, spurð með hvaða rökum aðrir flokkar hafi staðið í vegi fyrir slíkri breytingu á lögum, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Henni þyki þetta því ákveðin rökleysa, sé litið til reynslu annarra landa. Það hafi verið andstaða við málið af hálfu beggja samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fyrirvarar hafi einnig verið gerðir við þann hluta er lýtur að brugghúsunum. Samstarfsflokkarnir hafi sett fyrirvara við það mál bæði í ríkisstjórn og í þingflokkum. Þar sé fyrst og fremst um að ræða fyrirvara vegna lýðheilsusjónarmiða. „Það skýtur kannski mjög skökku við það að sama manneskjan gerir mjög mikla fyrirvara við mitt frumvarp leggi sambærilegt frumvarp fram eftir að ég hef barist fyrir málinu í lengri tíma,“ sagði Áslaug. Það eru þrír þingmenn Framsóknarflokksins sem eru flutningsmenn frumvarpsins, allir úr landsbyggðarkjördæmum. „Það sýnir kannski það að mér hefur tekist í umræðu um þetta mál vel til að sýna fram á hversu mikilvægt þetta er fyrir íslenskt samfélag, fyrir lítil byggðalög,“ segir Áslaug. „Ég sé ekki betur en að þau séu orðin ósammála sínum fyrirvara og hafi séð ljósið og taka mitt mál og leggja það fram með örlitlum breytingum.“ Nánast sama frumvarpið Málin tvö séu afar keimlík og orðalagið það sama. „Mér sýnist þetta vera sama frumvarpið sem er lagt fram af þingmönnum Framsóknarflokksins. Það eru ekki höfundaréttarreglur í þinginu en það eru auðvitað einhverjar óskrifaðar reglur og þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður með þessum hætti. En ég held að ég verði bara að líta á þetta sem stuðning við frumvarpið,“ segir Áslaug. Þó er frumvarp Framsóknarmanna að einhverju leyti frábrugðið. „Þau ganga lengra í vínandamagni þannig það má vera sterkara vín sem er selt, eins og íslenskt gin og vodka, og stærri brugghús. Þetta eru breytingar sem ég vildi líka leggja fram en fékk ekki, lagði til minniháttar breytingar á þessu. En þau eru líka með að það megi bara selja ákveðið magn af eintökum, þannig að þú megir kannski bara kaupa fimm eða þrjú eða sex eintök af bjórnum.“ Hún telji þetta upplegg í frumvarpi Framsóknarmanna vera þversögn við þá fyrirvara sem þeir hafi sjálfir áður gert er lúta að lýðheilsusjónarmiðum. „Að sama skapi hef ég sagt að það er afar erfitt að halda í þá reglu að það megi bara kaupa eina kippu. Af því hvað á að líða langur tími á milli? Mínúta? Klukkutími? Sólarhringur? Og hver á að fylgjast með því?“ spyr Áslaug sem finnst þetta ákvæði í frumvarpi Framsóknarþingmanna ekki halda vatni. Brugghúsafrumvarpið ekki síður byggðamál „Aðgengi hefur auðvitað aðeins aukist enda höfum við líka aðgengi að öllum erlenda markaðnum í gegnum netverslun. Eina sem þetta kerfi okkar gerir, það er að bitna á íslenskum aðilum,“ segir Áslaug. „Það eru held ég um tvö hundruð störf í þessum brugghúsum um allt land, þau eru í yfir tuttugu sveitarfélögum. Þetta er oft í smærri byggðum, þetta er aðlaðandi fyrir ferðamenn sem koma og Íslendingar voru duglegir að heimsækja þessa staði í sumar,“ segir Áslaug. Hún kveðst vonsvikin að enn hafi ekki tekist að afgreiða úr ríkisstjórn þær breytingar sem hún vill gera á reglum um sölu áfengis í netverslun. „Ég er vonsvikin vegna þess að ég tel að örfáar íslenskar netverslanir á móti þeim hundruðum sem við höfum aðgengi sem senda beint heim, hefði ekki skipt neinu máli ef litið er til lýðheilsusjónarmiða,“ segir Áslaug. Miklu heldur hefði þetta verið tækifæri til að styrkja og efla íslenskt viðskiptalíf og innlenda verslun. Hún voni að þingnefnd muni fjalla um þessi atriði þegar málið komi inn á hennar borð. Segir ekki við Sjálfstæðisflokkinn að sakast Þá hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram enn annað mál á Alþingi þar sem lagt er til að bann við heimabruggun áfengis verði afnumin. Hann skaut aðeins á Sjálfstæðisflokkinn í viðtali, einnig við Reykjavík Síðdegis í dag, þar sem hann sagði Sjálfstæðisflokkinn segjast standa fyrir viðskiptafrelsi en að svo virðist sem stuðningi flokksins við einstaklingsfrelsi sé ábótavant. „Ég hef stutt þetta mál, hef sagt það áður og er bara gott frelsismál,“ segir Áslaug. „Ég auðvitað tek ekki undir hans orð um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er alrangt. Ég held að á þeim stutta tíma sem ég hef verið í dómsmálaráðuneytinu hef ég lagt fram nokkur frelsismál af þeim sem hægt er að breyta í dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Áslaug Arna og vísaði meðal annars til frumvarps um breytingar á lögum um mannanöfn og frumvarp um breytingar á áfengislögum. „Það er ekki við okkur að sakast heldur aðra flokka sem hafa almennt staðið í vegi fyrir þessum breytingum en við erum sá flokkur sem hefur oftast lagt fram breytingar á áfengislögum,“ segir Áslaug.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira