Birta hjá ÍBR: Vill fá ofbeldið upp á yfirborðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, flytur áhugaverðan fyrirlestur á ráðstefnunni en hún er landsliðskona í blaki. UMFÍ Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, verður ásamt fleirum með erindi á ráðstefnunni „Íþróttir fyrir alla“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudaginn 4. febrúar. Ráðstefnan „Íþróttir fyrir alla“ er hluti af Reykjavíkurleikunum, sem er einn af stærri íþróttaviðburðum ársins. Birta ræðir þar um aðgerðir Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, leiðirnar til að greina frá ofbeldismálum og áreitni innan íþrótta á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 með opnunarávarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Á eftir fylgja erindi um raddir barna, tilraunaverkefnið „Frístundir í Breiðholti“, Arna Sigríður Albertsdóttir, sem hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006 segir frá því hvernig er að fara úr því að stunda skíðaíþróttir í handahjólreiðar, Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 fjallar um líðan hinsegin ungmenna í íþróttum og samkynhneigður Ólympíufari segir frá upplifun sinni. Á síðasta ári gaf ÍBR út bækling um ofbeldi og áreitni í íþróttum. Þar eru upplýsingar um það hvert fólk á að leita ef það hefur orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í íþróttum, verkferla fyrir íþróttafélögin um hvað þau eigi að gera komi upp mál af þessum toga, upplýsingar fyrir þá sem taka á móti tilkynningum um ofbeldi og þá sem verða vitni að ofbeldi eða áreitni eða hafa grun um að slík hafi eða eigi sér stað gagnvart íþróttafólki eða iðkendum í íþróttafélagi. Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ungmennafélags Íslands kynnti ráðstefnuna með viðtali við Birtu á heimasíðu sinni sem Vísir hefur fengið leyfi til að vitna í. „Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk sem er að komast inn á Ólympíuleika eða langt í sinni íþrótt því það upplifir sig oft þurfa að láta allt yfir sig ganga til að ná sínu markmiði. Þetta viljum við ekki. Við viljum tryggja að allir verði í öruggu íþróttaumhverfi,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) í umræddu viðtali. „Við viljum við fá öll þessi mál upp á yfirborðið og að iðkendur hafi vettvang til að geta talað um þau og geti leyst frá skjóðunni ef eitthvað óæskilegt á sér stað,“ segir Birta og bætir við að ÍBR haldi utan um öll mál hjá íþróttafélögunum í Reykjavík. Það eru mismunandi leiðir til fyrir þolendur að koma málum í farveg innan ÍBR, að sögn Birtu. „Sum félög hafa verið að vinna í að leysa sjálf mál sem koma upp hjá þeim. Við mælum ekki með því. Við erum með fagaðila hjá ÍBR sem við sendum inn í íþróttafélögin til að aðstoða þolendur og íþróttafélögin að leysa úr aðkallandi málum, þeim að kostnaðarlausu. En síðan höfum við sent önnur mál til samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi og eineltismál til Æskulýðsvettvangsins,“ segir Birta. Birta segir ávallt aukningu í í tilkynningum þegar ráðstefnur og málstofur sem þessar eru haldnar. „Það koma alltaf mörg mál eftir hverja málstofu, fyrirlestur eða ráðstefnu um þessi mál. Þess vegna reynum við að halda ráðstefnu eða málstofu alltaf tvisvar á ári til að halda umræðunni lifandi,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hvernig líður hinsegin ungmennum í íþróttum? Hvernig eru frístundir í Breiðholti? Hvað á að gera þegar kynferðisleg...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Íþróttir barna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sjá meira
Ráðstefnan „Íþróttir fyrir alla“ er hluti af Reykjavíkurleikunum, sem er einn af stærri íþróttaviðburðum ársins. Birta ræðir þar um aðgerðir Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, leiðirnar til að greina frá ofbeldismálum og áreitni innan íþrótta á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 með opnunarávarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Á eftir fylgja erindi um raddir barna, tilraunaverkefnið „Frístundir í Breiðholti“, Arna Sigríður Albertsdóttir, sem hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006 segir frá því hvernig er að fara úr því að stunda skíðaíþróttir í handahjólreiðar, Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 fjallar um líðan hinsegin ungmenna í íþróttum og samkynhneigður Ólympíufari segir frá upplifun sinni. Á síðasta ári gaf ÍBR út bækling um ofbeldi og áreitni í íþróttum. Þar eru upplýsingar um það hvert fólk á að leita ef það hefur orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í íþróttum, verkferla fyrir íþróttafélögin um hvað þau eigi að gera komi upp mál af þessum toga, upplýsingar fyrir þá sem taka á móti tilkynningum um ofbeldi og þá sem verða vitni að ofbeldi eða áreitni eða hafa grun um að slík hafi eða eigi sér stað gagnvart íþróttafólki eða iðkendum í íþróttafélagi. Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ungmennafélags Íslands kynnti ráðstefnuna með viðtali við Birtu á heimasíðu sinni sem Vísir hefur fengið leyfi til að vitna í. „Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk sem er að komast inn á Ólympíuleika eða langt í sinni íþrótt því það upplifir sig oft þurfa að láta allt yfir sig ganga til að ná sínu markmiði. Þetta viljum við ekki. Við viljum tryggja að allir verði í öruggu íþróttaumhverfi,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) í umræddu viðtali. „Við viljum við fá öll þessi mál upp á yfirborðið og að iðkendur hafi vettvang til að geta talað um þau og geti leyst frá skjóðunni ef eitthvað óæskilegt á sér stað,“ segir Birta og bætir við að ÍBR haldi utan um öll mál hjá íþróttafélögunum í Reykjavík. Það eru mismunandi leiðir til fyrir þolendur að koma málum í farveg innan ÍBR, að sögn Birtu. „Sum félög hafa verið að vinna í að leysa sjálf mál sem koma upp hjá þeim. Við mælum ekki með því. Við erum með fagaðila hjá ÍBR sem við sendum inn í íþróttafélögin til að aðstoða þolendur og íþróttafélögin að leysa úr aðkallandi málum, þeim að kostnaðarlausu. En síðan höfum við sent önnur mál til samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi og eineltismál til Æskulýðsvettvangsins,“ segir Birta. Birta segir ávallt aukningu í í tilkynningum þegar ráðstefnur og málstofur sem þessar eru haldnar. „Það koma alltaf mörg mál eftir hverja málstofu, fyrirlestur eða ráðstefnu um þessi mál. Þess vegna reynum við að halda ráðstefnu eða málstofu alltaf tvisvar á ári til að halda umræðunni lifandi,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hvernig líður hinsegin ungmennum í íþróttum? Hvernig eru frístundir í Breiðholti? Hvað á að gera þegar kynferðisleg...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021
Íþróttir barna Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sjá meira