Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:41 Ein verslana Geysis við Skólavörðustíg, sem nú hefur verið lokað. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís. Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís.
Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45