Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2021 11:44 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Marel Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel. Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel.
Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35
Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf