Innlent

Segir börn Freyju í öruggum höndum hjá ættingjum

Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austur-Jótlandi segir börnin vera í öruggum höndum hjá ættingjum og að lögreglan sé í miklum samskiptum við fjölskyldu Freyju.
Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Austur-Jótlandi segir börnin vera í öruggum höndum hjá ættingjum og að lögreglan sé í miklum samskiptum við fjölskyldu Freyju. Vísir/Elín Margrét

Freyja Egilsdóttir og fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem hefur játað á sig morðið, áttu saman tvö ung börn.

Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar í Danmörku náði tali af Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Austur-Jótlandi, sem fer með rannsókn málsins.

Ætla má að hugur allra sem fylgjast með málinu og þekkja til sé hjá börnunum tveimur sem hafa nú misst móður sína. Kjeldgaard var spurður hvar börnin væru og hver gætti þeirra; hvort þau væru hjá ættingjum eða barnaverndaryfirvöldum.

„Ég get staðfest að börnin tvö eru í góðum höndum hjá ættingjum,“ sagði Kjeldgaard og bætti við að lögreglan væri í miklum og góðum samskiptum við fjölskyldu Freyju.

Kjeldgaard fékkst ekki til að segja hvort börnin hafi verið heima við þegar morðið var framið. Nánar verður rætt við Kjeldgaard um gang rannsóknarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp

Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til.

Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð

Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 

Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða

Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×