Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 20:47 Michele Ballarin. Vísir/Baldur Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna.
Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35