Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. febrúar 2021 06:54 Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana, er vægast sagt umdeild. Getty/Alex Wong Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í. Greene, sem er ný á þingi, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún hefur síðustu misserin tekið undir margvíslegar samsæriskenningar á borð við Qanon. Þá urðu alræmd ummæli hennar um að árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi verið sviðsettar og sama hefur hún sagt um fjöldamorð í skólum. Hún þykir afar hægrisinnuð í skoðunum og er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump. Demókratar á þinginu vildu fjarlægja hana úr nefndunum og þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tókst þeim það. Greene er þó einnig umdeild innan eigin flokks og ellefu Repúblikanar kusu með tillögunni í gær. Fyrr í gær gaf Greene út yfirlýsingu þar sem hún sagðist sjá eftir öllum þessum óábyrgu ummælum, en hún gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það er afar sjaldgæft að meðlimir úr öðrum flokki hlutist svona til um stöðu andstæðinga sinna en í vikunni höfðu Repúblikanar sjálfir ákveðið að aðhafast ekki í málum Greene. Bandaríkin Tengdar fréttir Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Greene, sem er ný á þingi, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún hefur síðustu misserin tekið undir margvíslegar samsæriskenningar á borð við Qanon. Þá urðu alræmd ummæli hennar um að árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi verið sviðsettar og sama hefur hún sagt um fjöldamorð í skólum. Hún þykir afar hægrisinnuð í skoðunum og er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump. Demókratar á þinginu vildu fjarlægja hana úr nefndunum og þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tókst þeim það. Greene er þó einnig umdeild innan eigin flokks og ellefu Repúblikanar kusu með tillögunni í gær. Fyrr í gær gaf Greene út yfirlýsingu þar sem hún sagðist sjá eftir öllum þessum óábyrgu ummælum, en hún gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það er afar sjaldgæft að meðlimir úr öðrum flokki hlutist svona til um stöðu andstæðinga sinna en í vikunni höfðu Repúblikanar sjálfir ákveðið að aðhafast ekki í málum Greene.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32
Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00