Viðunandi húsnæði snýst um mannréttindi ekki forréttindi Drífa Snædal skrifar 5. febrúar 2021 14:00 Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun