Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 15:16 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kían gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist. Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist.
Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41