Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2021 10:00 Haukar eru með vindinn í fangið þessa dagana. vísir/vilhelm Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. „Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira