Farið var fram á gæsluvarðhaldsúrskurðinn í þágu rannsóknar lögreglunnar á innflutningi fíkniefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald til 12. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Farið var fram á gæsluvarðhaldsúrskurðinn í þágu rannsóknar lögreglunnar á innflutningi fíkniefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.