Óboðnir gestir ruddust í samkvæmi ungmenna Sylvía Hall skrifar 6. febrúar 2021 08:18 Grunur er um líkamsárás og brot á vopnalögum í samkvæminu. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í samkvæmi í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt eftir ítrekaðar tilkynningar. Þar voru flestir gestir á aldrinum sextán til átján ára og höfðu óboðnir gestir ruðst inn í samkvæmið samkvæmt upplýsingum lögreglu. Grunur er um líkamsárás, húsbrot og brot á vopnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur klukkan eitt í nótt. Sá sem er grunaður um árásina hafði þá yfirgefið vettvang en var handtekinn í nótt og vistaður í fangaklefa. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild með höfuðáverka eftir árásina. Rúmlega klukkustund fyrr, klukkan hálf tólf, hafði annar maður verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir tilkynningu um slagsmál. Sá var ofurölvi og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástand síns. „Mikil fíkniefnalykt“ frá íbúð Um klukkan hálf átta í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af pari í íbúð í Kópavogi. Mikil fíkniefnalykt var sögð koma frá íbúðinni og fundust þar plöntur, tilbúið efni og búnaður til ræktunar. Parið er grunað um vörslu og ræktun fíkniefna. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot eftir klukkutímalangt umferðareftirlit í Breiðholti í gærkvöldi, til að mynda vegna brota gegn stöðvunarskyldu og merkjagjöf. Á öðrum tímanum í nótt var svo tilkynnt um umferðaóhapp í Ártúnsbrekku eftir að bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu. Fimm ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnaakstur og akstur eftir sviptingu ökuréttinda. Í einu tilviki er einnig grunur um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Rétt eftir miðnætti var svo sautján ára ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir sýnatöku var ökumanninum ekið heim og tilkynning send til Barnaverndar um málið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur klukkan eitt í nótt. Sá sem er grunaður um árásina hafði þá yfirgefið vettvang en var handtekinn í nótt og vistaður í fangaklefa. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild með höfuðáverka eftir árásina. Rúmlega klukkustund fyrr, klukkan hálf tólf, hafði annar maður verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir tilkynningu um slagsmál. Sá var ofurölvi og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástand síns. „Mikil fíkniefnalykt“ frá íbúð Um klukkan hálf átta í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af pari í íbúð í Kópavogi. Mikil fíkniefnalykt var sögð koma frá íbúðinni og fundust þar plöntur, tilbúið efni og búnaður til ræktunar. Parið er grunað um vörslu og ræktun fíkniefna. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot eftir klukkutímalangt umferðareftirlit í Breiðholti í gærkvöldi, til að mynda vegna brota gegn stöðvunarskyldu og merkjagjöf. Á öðrum tímanum í nótt var svo tilkynnt um umferðaóhapp í Ártúnsbrekku eftir að bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu. Fimm ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnaakstur og akstur eftir sviptingu ökuréttinda. Í einu tilviki er einnig grunur um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Rétt eftir miðnætti var svo sautján ára ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir sýnatöku var ökumanninum ekið heim og tilkynning send til Barnaverndar um málið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira