Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Qureshi upplýsti Guðlaug Þór um gang leitarinnar og tjáði honum að allt yrði gert til að bjarga mönnunum. Guðlaugur Þór þakkaði Qureshi fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda og voru þeir einhuga um að reyna skyldi til þrautar að finna mennina,“ segir í tilkynningunni.
Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og ferðafélaga hans í hátt á annan sólarhring. Pakistanski herinn hefur tekið þátt í leitinni en aukinn kraftur verður settur í leit í fyrramálið.