Úr fókus, í fókus Andri Thor Birgisson skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun