Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 07:44 Lögregla heimsótti tvö veitingahús í gærkvöldi, annað vegna viðskiptavinar en hitt vegna sóttvarnabrota. Mynd/Almannavarnir Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent