Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 07:44 Lögregla heimsótti tvö veitingahús í gærkvöldi, annað vegna viðskiptavinar en hitt vegna sóttvarnabrota. Mynd/Almannavarnir Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira