„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 08:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira