Fyrstar kvenna til að vinna Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 14:30 Lori Locust er í níu manna varnarþjálfarateymi Tampa Bay Buccaneers. Getty/Mary Holt Tvær konur áttu sinn þátt í því að gera Tamba Bay Buccaneers að Ofurskálarmeisturum í nótt þegar liðið vann sigur á Kansas City Chiefs, 31-9. Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13
43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35