Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2021 16:31 Langflestum flugfreyjum Icelandair var sagt upp á síðasta ári. Til stendur að endurráða margar þegar ferðalög verða aftur hluti af lífi fólks. Vísir/Vilhelm Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19
Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49