Klukkan 17.30 er það Burnley gegn Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta B-deildarliðinu í sextán liða úrslitum enska bikarsins.
Síðar um kvöldið er það svo hörkuleikur á Old Trafford. David Moyes snýr aftur á Leikvang draumanna og mætir þar sínum gömlu lærisveinum er liðið mætir Man. United.
Real Madrid þarf á öllum þremur stigunum að halda er þeir fá Getafe í heimsókn. Þeir vilja elta grannanna í Atletico sem er komið með ansi myndarlegt forskot.
Domino’s Körfuboltakvöld er á dagskránni klukkan 20.00 þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans gera upp síðustu umferð í deildinni.