Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2021 21:44 Loðnunótin hífð um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá loðnunótina hífða um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Á morgun er svo áformað að áhöfnin á Venusi NS taki veiðarfærin um borð og geri sig klára. „Við erum hins vegar ekki búnir að ákveða brottför,“ sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, í samtali við fréttastofu. Áhöfn Víkings AK að gera skipið klárt til loðnuveiða.Arnar Halldórsson Á sama tíma eru um þrjátíu norsk skip byrjuð loðnuveiðar á Austfjarðamiðum en einnig nokkur grænlensk og færeysk. Hefur loðnu norskra skipa verið landað til vinnslu í þremur höfnum austanlands, á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þar með er loðnuvinnsla hafin á ný á Austfjörðum eftir tæplega þriggja ára hlé. Norsku skipin hafa öll verið að veiðum undan sunnanverðum Austfjörðum, norðan við Hvalbak. Grænlendingar og Færeyingar hafa verið norðar, á móts við Gletting og Dalatanga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá loðnunótina hífða um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Á morgun er svo áformað að áhöfnin á Venusi NS taki veiðarfærin um borð og geri sig klára. „Við erum hins vegar ekki búnir að ákveða brottför,“ sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, í samtali við fréttastofu. Áhöfn Víkings AK að gera skipið klárt til loðnuveiða.Arnar Halldórsson Á sama tíma eru um þrjátíu norsk skip byrjuð loðnuveiðar á Austfjarðamiðum en einnig nokkur grænlensk og færeysk. Hefur loðnu norskra skipa verið landað til vinnslu í þremur höfnum austanlands, á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þar með er loðnuvinnsla hafin á ný á Austfjörðum eftir tæplega þriggja ára hlé. Norsku skipin hafa öll verið að veiðum undan sunnanverðum Austfjörðum, norðan við Hvalbak. Grænlendingar og Færeyingar hafa verið norðar, á móts við Gletting og Dalatanga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56