Katrín Tanja: Þú á móti þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á verðlaunapallinum á síðustu heimsleikum. Instagram/@crossfitgames Það þarf rétta hugarfarið til að njóta þess að keppa þegar ljósin eru skærust. Ein af þeim sem er með það á hreinu er íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira